bg1

 

Veiðihúsið hefur verið umboðsaðili fyrir Benelli á Íslandi í 25 ár og er það án nokkurs vafa að hægt er að segja að Benelli nýtur virðingar fyrir áreiðanleika , hönnun og endingu. Það er enginn annar framleiðandi sem býður upp á sama úrval af haglabyssum í dag og hönnunar og þróunardeild Benelli ar algjörlega óþreytandi í að koma fram með nýjungar í hönnun sem tryggja hámarks afköst, áreiðanleika og þægindi fyrir notandann. Snúningsboltin er líklegast áreiðanlegast skiptibúnaður sem völ er á í dag og hafa tilraunir annarra framleiðanda til að kópera þennann búnað verið því til staðfestingar. Benelli býður 5 ára ábyrgð á öllum sínum skotvopnum og er metnaður okkar sem þeirra mikill í að veita afburða þjónustu, það hefur sannarlega tekist vel.

Vinci Camo

Benelli steig stórt skref í þróun á haglabyssum þegar þeir komu með Vinci á markaðinn. Modular hönnun sem snýr öll að því að auðvelda samsetningu og þrif ásamt því að gera byssuna enn þægilegri í notkun fyrir notandan. Byssa sem hefur farið sigurför um heiminn og hefur fengið bestu dóma sem völ er á. Valin byssa ársins 2010 Í USA og er það en ein staðfestingin á hversu vel tókst upp í hönnuninni. Byggir á sömu tækni í grunninn og allar Benelli haglabyssur, bakslagskipting með snúningsbolta sem tryggir hámarks áreiðanleika við erfiðustu skilyrði. Lágmarks bakslag er tryggt með Comfortech Plus skepti og púða til tryggja hámarks árangur sama þótt verið sé að skjóta þungum veiðihleðslum eða léttum æfingaskotum. Felulitafilman hlífir byssunni við ryði ásamt því að auðveldara er þrífa byssuna. Sannarlega góður kostur fyrir þá sem vilja bara það besta.